Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 14:43 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. apríl. Vísir/Vilhelm Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu. Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár. Bílastæði Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Það var í mars 2020 sem konan ætlaði að leggja í merkt stæði á bílastæði fyrir utan heimili hennar. Bíl hafði verið lagt í stæði hennar og brá hún á það ráð að leggja fyrir aftan bílinn. 30-45 mínútum síðar hringdi karlmaður bjöllunni og hafði samskipti við konuna í gegnum dyrasímann. Hann hafði þá fundið út úr því að hún væri eigandi bílsins sem hindraði honum för. Samtalið varð til þess að karlmaðurinn varð verulega æstur og var í þannig ástandi þegar konan kom niður í anddyrið til að ræða við hann. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði veist með ofbeldi að konunni, hrint henni ítrekað sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig á hurðarkarm og vegg. Lögregla mætti á svæðið og voru þau bæði utanhúss við komuna og karlinn enn mjög æstur. Dómurinn taldi framburð konunnar stöðugan en karlsins ekki. Neitaði hann sök en sagðist í frjálsri frásögn „kannski“ hafa snert konuna lauslega. Hreyfingar hans hefðu þó ekki verið til þess fallnar að valda henni áverkum. Dómurinn mat þennan þátt framburðar karlmannsins ekki trúverðugan. Sýnt þótti að karlmaðurinn hefði misst stjórn á sér og þá hefði hann verið fyllilega meðvitaður um líkamlegan styrk sinn og þannig aðstöðumun á milli hans og brotaþola. Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Vegna tafa á málinu, sem héraðsdómur sagði úr hófi og í engu samræmi við umfang málsins, var refsingu frestað og skilorðsbundin í tvö ár.
Bílastæði Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira