Draumur um betri borg Ómar Már Jónsson skrifar 7. apríl 2022 18:00 Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar