Fótbolti

Alfons og félagar í góðri stöðu gegn lærisveinum Mourinho

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfon Sampsted í leik með norsku meisturunum gegn Roma fyrr í vetur.
Alfon Sampsted í leik með norsku meisturunum gegn Roma fyrr í vetur. Massimo Insabato/Getty Images

Alfons Sampsted og félagar hans í norska liðinu Bodø/Glimt gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-1 sigur gegn José Mourinho og lærisveinum hans í Roma. Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem Bodø/Glimt hefur betur gegn Roma.

Lorenzo Pellegrini kom Roma yfir stuttu fyrir hálfleik, en Ulrik Saltnes jafnaði metin á 58. mínútu. Það var svo Hugo Vetlesen sem tryggði 2-1 sigur Norðmannanna á 89. mínútu og Bodø/Glimt fer því með 2-1 forystu til Ítalíu.

Þá var Sverrir Ingi Ingason í byjunarliði PAOK sem þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Marseille. Gerson og Dimitri Payet sáu um markaskorun Marseille í fyrri hálfleik, en Omar El Kaddouri minnkaði muninn snemma í þeim síðari.

Úrslit kvöldsins

Feyenoord 3-3 Slavia Prague

Bodø/Glimt 2-1 Roma

Leicester 0-0 PSV

Marseille 2-1 PAOK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×