Kosningaréttur námsmanna erlendis skertur Indriði Stefánsson skrifar 8. apríl 2022 07:30 Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun