Hvers vegna rækta bændur ekki meira korn á Íslandi? Egill Gautason, Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Hrannar Smári Hilmarsson skrifa 8. apríl 2022 10:30 Kornrækt á Íslandi hefur dregist saman síðustu ár eftir allhraðan vöxt á fyrsta áratug aldarinnar. Megnið af kornvöru er flutt inn til landsins, bæði til fóðurframleiðsu og manneldis, og eru birgðargeymslur Íslendinga agnarsmáar. Þær geyma um 4-6 vikna lager og eru einkum í eigu fóðurframleiðenda. Langvarandi brestur í aðfangakeðju gæti því leitt til skorts á þessari vöru og stríðið í Úkraínu minnir rækilega á að til þessa gæti komið næstu misserin. Til að auka kornrækt er nauðsynlegt að stórefla kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og hækka ræktunarstyrki til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum, en fleira kemur til. Markaðslegir þættir eru að okkar mati ein helsta ástæða þess að ekki er meira korn ræktað hérlendis. Innlend viðskipti með korn eru afar takmörkuð. Stærstur hluti af íslenskri kornframleiðslu er notaður sem fóður innan bús og hér á landi er ekki til félag sem getur keypt og geymt korn í miklum mæli. Bændur hafa því ekki tryggingu fyrir að geta selt korn sitt, og þar af leiðandi er framleiðsla kornbænda aðeins lítill hluti af innlendri eftirspurn. Meðal flestra þjóða eru starfandi kornsamlög sem hafa tök á að geyma miklar birgðir af korni. Slík samlög auka fæðuöryggi til muna. Félög þessi kaupa korn frá bændum samkvæmt verðskrá, þurrka það og selja til kaupenda, t.d. til möltunar, fóður- eða matargerðar. Félögin eru ýmist í einkaeigu eða eru rekin sem samvinnufélög. Lager félaganna getur orðið stór og myndað tækifæri fyrir fjárfesta til að festa fé tímabundið í kornvöru á svokölluðum hrávörumörkuðum. Ekkert kornsamlag er starfrækt á Íslandi og því er um markaðsbrest að ræða, enda er eftirspurn eftir vörunni mikil en framboðið lítið sem ekkert. Þetta mætti bera saman við aðstæður þar sem íslensk mjólkur- og kjötframleiðsla hefði ekki sláturfélög og mjólkursamlög til að kaupa og vinna vörur bænda. Nauðsynlegt er að ríkið framkvæmi fýsileikagreiningu á eflingu kornmarkaðar með stofnun íslensks kornsamlags. Í slíkri greiningu þyrfti að kanna áhuga bænda til verkefnisins, mögulega staðsetningu, kostnað við uppbyggingu, möguleg rekstrar- og viðskiptaform, eignarhald, sölumöguleika og fleira, ásamt hefðbundnum áhættumatsgreiningum. Mikilvægt væri að leita ráðgjafar frá erlendum aðilum sem þekkja til slíkrar starfsemi. Fordæmi eru fyrir þessari leið en ríkið ríkið hefur áður komið að skipulagningu og lagasetningu um afurðasölu bænda til hagsbóta fyrir almenning og bændur. Að okkar mati er þetta mál mikilvægt fyrir þjóðaröryggi og skref til aðlögunar íslensks landbúnaðar að loftslagsbreytingum. Undirritaðir hafa sent minnisblað til matvælaráðherra um mál þetta. Grein þessi birtist upphaflega í Bændablaðinu. Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt / brautarstjóri í búfræði LbhÍHrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt LbhÍEgill Gautason, doktorsnemi í kynbótafræðum við Háskólann í Árósum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kornrækt á Íslandi hefur dregist saman síðustu ár eftir allhraðan vöxt á fyrsta áratug aldarinnar. Megnið af kornvöru er flutt inn til landsins, bæði til fóðurframleiðsu og manneldis, og eru birgðargeymslur Íslendinga agnarsmáar. Þær geyma um 4-6 vikna lager og eru einkum í eigu fóðurframleiðenda. Langvarandi brestur í aðfangakeðju gæti því leitt til skorts á þessari vöru og stríðið í Úkraínu minnir rækilega á að til þessa gæti komið næstu misserin. Til að auka kornrækt er nauðsynlegt að stórefla kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og hækka ræktunarstyrki til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum, en fleira kemur til. Markaðslegir þættir eru að okkar mati ein helsta ástæða þess að ekki er meira korn ræktað hérlendis. Innlend viðskipti með korn eru afar takmörkuð. Stærstur hluti af íslenskri kornframleiðslu er notaður sem fóður innan bús og hér á landi er ekki til félag sem getur keypt og geymt korn í miklum mæli. Bændur hafa því ekki tryggingu fyrir að geta selt korn sitt, og þar af leiðandi er framleiðsla kornbænda aðeins lítill hluti af innlendri eftirspurn. Meðal flestra þjóða eru starfandi kornsamlög sem hafa tök á að geyma miklar birgðir af korni. Slík samlög auka fæðuöryggi til muna. Félög þessi kaupa korn frá bændum samkvæmt verðskrá, þurrka það og selja til kaupenda, t.d. til möltunar, fóður- eða matargerðar. Félögin eru ýmist í einkaeigu eða eru rekin sem samvinnufélög. Lager félaganna getur orðið stór og myndað tækifæri fyrir fjárfesta til að festa fé tímabundið í kornvöru á svokölluðum hrávörumörkuðum. Ekkert kornsamlag er starfrækt á Íslandi og því er um markaðsbrest að ræða, enda er eftirspurn eftir vörunni mikil en framboðið lítið sem ekkert. Þetta mætti bera saman við aðstæður þar sem íslensk mjólkur- og kjötframleiðsla hefði ekki sláturfélög og mjólkursamlög til að kaupa og vinna vörur bænda. Nauðsynlegt er að ríkið framkvæmi fýsileikagreiningu á eflingu kornmarkaðar með stofnun íslensks kornsamlags. Í slíkri greiningu þyrfti að kanna áhuga bænda til verkefnisins, mögulega staðsetningu, kostnað við uppbyggingu, möguleg rekstrar- og viðskiptaform, eignarhald, sölumöguleika og fleira, ásamt hefðbundnum áhættumatsgreiningum. Mikilvægt væri að leita ráðgjafar frá erlendum aðilum sem þekkja til slíkrar starfsemi. Fordæmi eru fyrir þessari leið en ríkið ríkið hefur áður komið að skipulagningu og lagasetningu um afurðasölu bænda til hagsbóta fyrir almenning og bændur. Að okkar mati er þetta mál mikilvægt fyrir þjóðaröryggi og skref til aðlögunar íslensks landbúnaðar að loftslagsbreytingum. Undirritaðir hafa sent minnisblað til matvælaráðherra um mál þetta. Grein þessi birtist upphaflega í Bændablaðinu. Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt / brautarstjóri í búfræði LbhÍHrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt LbhÍEgill Gautason, doktorsnemi í kynbótafræðum við Háskólann í Árósum
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun