Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir er ein tólf fótboltakvenna sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Ísland. vísir/bjarni Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. „Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
„Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira