Hverjir tryggja fæðuöryggi á Íslandi? Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:00 Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun