Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2022 07:45 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í gróðurhúsinu í Friðheimum í Reykholti í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um stofnun Græns auðlindagarðs í vikunni á Friðheimum í Reykholti að vistöddum ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.Auk Bláskógabyggðar taka garðyrkjustöðvarnar Espiflöt, Friðheimar og Guðfuhlíð þátt í verkefninu en þessar stöðvar eru með rúmlega 3 hektara undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku við framleiðslu á tómötum, gúrkum og blómum. Orkídea, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands heldur utan um verkefnið. En um hvað snýst það nákvæmlega? „Að auðlind eins getur komið frá úrgangi annars, þar að segja, við erum að nýta allar auðlindir sem best. Það getur komið til einhver afgangur frá ylræktinni, sem við viljum nýta þá, til dæmis sem áburð og áburðaverð er mjög hátt núna, eða til orkuframleiðslu, þannig að það eru ótal möguleikar, sem ylræktin býður upp á og við ætlum að nýta það og búa til betra hringrásarhagkerfi hér í Reykholti. Okkur finnst þetta ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem var viðstödd undirskriftina í Reykholti. Hún er mjög ánægað með hugmyndina um Grænan auðlindagarð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn leggur mikla áherslu að nýtingu Grænnar orku, það eigi að vera mál málanna í dag. „Já, við sjáum það bara þegar olíuverð fer í hæstu hæðir erlendis, þá eykst áhuginn á Grænni orku á Íslandi og við getum framleitt svo ótal miklu meira heldur en við gerum í dag með grænu orkunni okkar,“ segir Sveinn. Hér er nánar hægt að lesa um viljayfirlýsinguna og um hvað hún snýst Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum er mjög ánægður með viljayfirlýsinguna. Hann er garðyrkjubóndi í Espiflöt í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Skrifað var undir viljayfirlýsingu um stofnun Græns auðlindagarðs í vikunni á Friðheimum í Reykholti að vistöddum ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.Auk Bláskógabyggðar taka garðyrkjustöðvarnar Espiflöt, Friðheimar og Guðfuhlíð þátt í verkefninu en þessar stöðvar eru með rúmlega 3 hektara undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku við framleiðslu á tómötum, gúrkum og blómum. Orkídea, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands heldur utan um verkefnið. En um hvað snýst það nákvæmlega? „Að auðlind eins getur komið frá úrgangi annars, þar að segja, við erum að nýta allar auðlindir sem best. Það getur komið til einhver afgangur frá ylræktinni, sem við viljum nýta þá, til dæmis sem áburð og áburðaverð er mjög hátt núna, eða til orkuframleiðslu, þannig að það eru ótal möguleikar, sem ylræktin býður upp á og við ætlum að nýta það og búa til betra hringrásarhagkerfi hér í Reykholti. Okkur finnst þetta ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem var viðstödd undirskriftina í Reykholti. Hún er mjög ánægað með hugmyndina um Grænan auðlindagarð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn leggur mikla áherslu að nýtingu Grænnar orku, það eigi að vera mál málanna í dag. „Já, við sjáum það bara þegar olíuverð fer í hæstu hæðir erlendis, þá eykst áhuginn á Grænni orku á Íslandi og við getum framleitt svo ótal miklu meira heldur en við gerum í dag með grænu orkunni okkar,“ segir Sveinn. Hér er nánar hægt að lesa um viljayfirlýsinguna og um hvað hún snýst Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum er mjög ánægður með viljayfirlýsinguna. Hann er garðyrkjubóndi í Espiflöt í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira