England: Róðurinn þyngist enn hjá Burnley Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. apríl 2022 15:22 Teemu Pukki innsiglaði sigurinn EPA-EFE/TIM KEETON Þremur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og var nokkuð um óvænt úrslit. Norwich City tókst að vinna sigur, West Ham tapaði og Leicester nældi sér í þrjú stig. Í austur-Anglíu tókst heimamönnum í Norwich City að vinna sterkan 2-0 sigur í fallbaráttunni á Burnley sem á ekki sjö dagana sæla. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Pierre Lees Melou skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kanarífuglana á 9. mínútu og Teemu Pukki gerði svo úti um leikinn í lokin. Norwich er enn á botni deildarinnar en Burnley er ekki langt undan, sitja í átjánda sæti og falldraugurinn farinn að minna á sig. Leicester vann góðan 2-1 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Ademola Lookman kom Leicester yfir á 39. mínútu og Kiernan Dewsbury-Hall bætti öðru markinu við rétt fyrir hálfleikinn. Wilfried Zaha minnkaði muninn á 65. mínútu með frákasti eftir að hafa sjálfur klikkað úr víti. Fleiri urðu mörkin ekki og Leicester komst upp fyrir Palace með sigrinum. Liðin sitja í níunda og tíunda sæti. A super Sunday for the Foxes! Delivered by @ParimatchUK#LeiCry pic.twitter.com/RjFpjFn8dp— Leicester City (@LCFC) April 10, 2022 Brentford hélt áfram góðu gengi sínu með frekar þægilegum sigri á West Ham á heimavelli. Lokatölur leiksins urðu 2-0. Bryan Mbeumo skoraði fyrsta markið á 48. mínútu og Ivan Toney bætti öðru marki við á 64. mínútu. Brentford voru mun sterkari aðilinn í leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk. Brentford situr í þrettánda sætinu með 36 stig en West Ham er enn í sjötta sæti með 51 stig. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Í austur-Anglíu tókst heimamönnum í Norwich City að vinna sterkan 2-0 sigur í fallbaráttunni á Burnley sem á ekki sjö dagana sæla. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Pierre Lees Melou skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kanarífuglana á 9. mínútu og Teemu Pukki gerði svo úti um leikinn í lokin. Norwich er enn á botni deildarinnar en Burnley er ekki langt undan, sitja í átjánda sæti og falldraugurinn farinn að minna á sig. Leicester vann góðan 2-1 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Ademola Lookman kom Leicester yfir á 39. mínútu og Kiernan Dewsbury-Hall bætti öðru markinu við rétt fyrir hálfleikinn. Wilfried Zaha minnkaði muninn á 65. mínútu með frákasti eftir að hafa sjálfur klikkað úr víti. Fleiri urðu mörkin ekki og Leicester komst upp fyrir Palace með sigrinum. Liðin sitja í níunda og tíunda sæti. A super Sunday for the Foxes! Delivered by @ParimatchUK#LeiCry pic.twitter.com/RjFpjFn8dp— Leicester City (@LCFC) April 10, 2022 Brentford hélt áfram góðu gengi sínu með frekar þægilegum sigri á West Ham á heimavelli. Lokatölur leiksins urðu 2-0. Bryan Mbeumo skoraði fyrsta markið á 48. mínútu og Ivan Toney bætti öðru marki við á 64. mínútu. Brentford voru mun sterkari aðilinn í leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk. Brentford situr í þrettánda sætinu með 36 stig en West Ham er enn í sjötta sæti með 51 stig.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira