Frá þessu segir á vef Landspítalans. 22 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19, þar af átján með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu.
Fyrir helgi kom fram á síðunni covid.is að 103 hafi látist á Íslandi vegna Covid-19 og er því fjöldi látinna á Íslandi nú kominn í að minnsta kosti 105.
Alls hafa rúmlega 183 þúsund manns nú greinst með Covid-19 frá upphafi faraldursins.