Ræddu punghögg Halldórs: „Á bara að skammast sín og fara í burtu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2022 11:30 Halldór Garðar Hermannsson gerðist sekur um fólskubrot í leiknum við Tindastól á föstudaginn en verður með á Sauðárkróki í kvöld. vísir/bára/Skjáskot Leikar eru farnir að æsast í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta og litlu munaði að upp úr syði í Keflavík á föstudag eftir fantabrögð Halldórs Garðars Hermannssonar. Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti