Fær hálfa milljón í bætur vegna uppsagnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 14:13 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar Vísir/Sigurjón. Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01