Tónlist

Eydís og Einar gefa út myndverk saman við nýtt lag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Einar Egils og Eydís Evensen sameina krafta sína í nýju verkefni.
Einar Egils og Eydís Evensen sameina krafta sína í nýju verkefni. Instagram/Einar Egils

Tónskáldið og píanóleikarinn Eydís Evensen gaf út plötuna FROST um helgina. Samhliða útgáfunni kom út undurfagurt myndverk, sem Eydís gerði ásamt Einari Egils.

Parið vildi í verkinu fanga innihald plötunnar, en líkt og með BYLUR eru lögin persónuleg. 

Tónlistarmyndband Eydísar og Einars er við lagið Dawn is Near og má sjá hana í spilaranum hér fyrir neðan.

Eydís fjallar meðal annars um að vinna sig út úr áföllum á þessari plötu. 

EP platan er í heild sinni komin út á Spotify. Líkt og síðasta plata Eydísar kemur hún út hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records.


Tengdar fréttir

Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par

Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 

Fallegur flutningur Eydísar og GDRN

Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur.

„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“

Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records.

„Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“

Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×