Snúum landbúnaði til betri vegar í Fjarðabyggð Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2022 15:01 Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi. Það mikla landbúnaðarsvæði sem farið er í eyði gerir öðrum bændum í nágrenninu oft erfitt fyrir. Þar má t.d. sérstaklega nefna sauðfjárbændur því gangnasvæði þeirra stækkar ört meðan gangnamönnum fækkar. Þá er nýliðun í bændastétt því miður afskaplega döpur, ég tel þó ekki of seint að snúa þessari þróun til betri vegar. Það hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um íslenskan landbúnað og tryggja bændum bætt kjör og betra utanumhald. Það er ekkert sjálfgefið á þeim óvissutímum sem við lifum við í dag sem snertir jafnt bændur sem og neytendur. Þó ég tali hér í þessari grein fyrst og fremst til bænda tel ég mig samt um leið snerta taugar ansi margra íbúa. Mörgum þykir gaman að keyra um sveitir Fjarðabyggðar á fallegum sumardögum og finna ilminn af nýslegnu grasi, sjá kýr á beit og sauðfé í haga. Nýtum aukin sóknarfæri í landbúnaði Landbúnaður er þó ekki bara kýr og sauðfé og vonast ég til þess að sjá mikið fjölbreyttari landbúnað í Fjarðabyggð á næstu árum. Það eru mörg sóknarfæri í landbúnaði og það er okkar að nýta þau og auka fjölbreytnina. Í þeim efnum má m.a. nefna ræktun á ýmsum nytjaplöntum, bæði fyrir framleiðslu á dýrafóðri og beint til neytanda í ýmsum myndum. Þá eru mikil tækifæri í aukinni kornrækt, sem vonandi á eftir að aukast til muna. Íslendingar hafa oft talað um fæðuöryggi sem eitthvert tískuorð þar til nýverið þegar orðið fékk meiri og dýpri skilning. Með aukinni kornrækt getum við stígið stórt skref fram á við til að tryggja sjálfbærni í Íslenskri matvælaframleiðslu, og þannig aukið fæðuöryggi Íslendinga til mikilla muna.. Undanfarið hefur landbúnaði oft verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Staðreyndin er þó sú að ekki er sjálfgefið að geta keypt mjólk, egg, grænmeti og lambalæri út í búð, ræktað og alið af innlendum bændum. Það liggur mikil vinna að baki alls þess sem framleitt er og oft á tíðum margra ára kynbætur og þróun. Afurðir framleiddar hér á landi eru einstakar á heimsmælikvarða, sýklalyfjaónæmi er til að mynda stórt vandamál víða um heim en þekkist ekki hér á landi sem er ótrúlega dýrmætt. Það er íslendingum því afar mikilvægt að treysta grundvöll íslensks landbúnaðar og þar getur Fjarðabyggð svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálarnar. Ég vil auka þjónustu við bændur í sveitarfélaginu Fjarðabyggð, ýta undir nýliðun í greininni og efla samstarf bænda við sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Það er minn draumur að með tímanum verði hægt að bjóða íbúum sveitarfélagsins að versla landbúnaðarvörur framleiddar í Fjarðabyggð. Það er trú mín að með því að hlúa vel að þessum málaflokk þá muni okkur takast að gera landbúnað að enn öflugri atvinnugrein í Fjarðabyggð, og búa þannig um hnútana að fýsilegra sé fyrir unga bændur að hasla sér völl í greininni. Ég tel nefnilega að íbúar Fjarðabyggðar vilji neyta afurða sem þeir geta treyst að séu framleiddar séu við frábærar aðstæður í sinni heimabyggð. Höfundur er menntuð í búvísindum, situr í stjórn sauðfjárbænda á suðurfjörðum, situr í varastjórn Bændasamtaka Íslands og skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi. Það mikla landbúnaðarsvæði sem farið er í eyði gerir öðrum bændum í nágrenninu oft erfitt fyrir. Þar má t.d. sérstaklega nefna sauðfjárbændur því gangnasvæði þeirra stækkar ört meðan gangnamönnum fækkar. Þá er nýliðun í bændastétt því miður afskaplega döpur, ég tel þó ekki of seint að snúa þessari þróun til betri vegar. Það hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um íslenskan landbúnað og tryggja bændum bætt kjör og betra utanumhald. Það er ekkert sjálfgefið á þeim óvissutímum sem við lifum við í dag sem snertir jafnt bændur sem og neytendur. Þó ég tali hér í þessari grein fyrst og fremst til bænda tel ég mig samt um leið snerta taugar ansi margra íbúa. Mörgum þykir gaman að keyra um sveitir Fjarðabyggðar á fallegum sumardögum og finna ilminn af nýslegnu grasi, sjá kýr á beit og sauðfé í haga. Nýtum aukin sóknarfæri í landbúnaði Landbúnaður er þó ekki bara kýr og sauðfé og vonast ég til þess að sjá mikið fjölbreyttari landbúnað í Fjarðabyggð á næstu árum. Það eru mörg sóknarfæri í landbúnaði og það er okkar að nýta þau og auka fjölbreytnina. Í þeim efnum má m.a. nefna ræktun á ýmsum nytjaplöntum, bæði fyrir framleiðslu á dýrafóðri og beint til neytanda í ýmsum myndum. Þá eru mikil tækifæri í aukinni kornrækt, sem vonandi á eftir að aukast til muna. Íslendingar hafa oft talað um fæðuöryggi sem eitthvert tískuorð þar til nýverið þegar orðið fékk meiri og dýpri skilning. Með aukinni kornrækt getum við stígið stórt skref fram á við til að tryggja sjálfbærni í Íslenskri matvælaframleiðslu, og þannig aukið fæðuöryggi Íslendinga til mikilla muna.. Undanfarið hefur landbúnaði oft verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Staðreyndin er þó sú að ekki er sjálfgefið að geta keypt mjólk, egg, grænmeti og lambalæri út í búð, ræktað og alið af innlendum bændum. Það liggur mikil vinna að baki alls þess sem framleitt er og oft á tíðum margra ára kynbætur og þróun. Afurðir framleiddar hér á landi eru einstakar á heimsmælikvarða, sýklalyfjaónæmi er til að mynda stórt vandamál víða um heim en þekkist ekki hér á landi sem er ótrúlega dýrmætt. Það er íslendingum því afar mikilvægt að treysta grundvöll íslensks landbúnaðar og þar getur Fjarðabyggð svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálarnar. Ég vil auka þjónustu við bændur í sveitarfélaginu Fjarðabyggð, ýta undir nýliðun í greininni og efla samstarf bænda við sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Það er minn draumur að með tímanum verði hægt að bjóða íbúum sveitarfélagsins að versla landbúnaðarvörur framleiddar í Fjarðabyggð. Það er trú mín að með því að hlúa vel að þessum málaflokk þá muni okkur takast að gera landbúnað að enn öflugri atvinnugrein í Fjarðabyggð, og búa þannig um hnútana að fýsilegra sé fyrir unga bændur að hasla sér völl í greininni. Ég tel nefnilega að íbúar Fjarðabyggðar vilji neyta afurða sem þeir geta treyst að séu framleiddar séu við frábærar aðstæður í sinni heimabyggð. Höfundur er menntuð í búvísindum, situr í stjórn sauðfjárbænda á suðurfjörðum, situr í varastjórn Bændasamtaka Íslands og skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun