Alvöru pólitík eða bara allt í plati!! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 11. apríl 2022 15:30 Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun