Amess var þingmaður Southend West og var stunginn rúmlega tuttugu sinnum á kjördæmafundi í Leigh-on-Sea í Essex þann 15. október 2021.
BBC segir frá því að kviðdómur hafi verið fljótur að komast að niðurstöðu en Ali var dæmdur bæði fyrir morð og skipulagningu hryðjaverka. Enn á greina frá refsingunni yfir Ali.
Hinn 26 ára Ali Harbi Ali frá Kentish Town, norður af London, neitaði sök í málinu, en sagðist hafa ráðist á þingmanninn vegna loftárása sem gerðar hafi verið á Sýrland.
Ali hafði laumað sér inn á kjördæmafundinn með því að þykjast vera heilbrigðisstarfsmaður.
Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið.