Samkeppnisstofnun leyfir fákeppni á ferðamarkaði: Ítrekuð samkeppnisbrot leyfð á annað ár Andri Már Ingólfsson skrifar 11. apríl 2022 16:01 Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun