Fagnaðarerindið forvarnir Gunnlaugur Már Briem skrifar 11. apríl 2022 17:00 Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun