Mótmæla tveggja vikna útgöngubanni í Sjanghæ með því að öskra út um gluggann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2022 21:01 Útgöngubann hefur varið frá 28. mars. ap Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst í Sjanghæ í Kína. Útböngubann hefur verið í borginni í tvær vikur þrátt fyrir að flestir hinna smituðu séu einkennalausir. Íbúar segja hættu á að fólk deyi úr hungri. Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa Kínversku borgarinnar Sjanghæ grátt, en aldrei hafa tilfelli veirunnar verið jafn mörg og í yfirstandandi bylgju og greinist metfjöldi smitaðra á degi hverjum. Lang flestir einkennalausir 26 milljónir búa í Sjanghæ. Á síðasta sólarhring greindust yfir 26 þúsund íbúar með Covid19. Af þeim eru 25 þúsund sagðir einkennalausir. Íbúar borgarinnar búa við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í tvær vikur. Íbúar segja ómögulegt að panta mat í útgöngubanninu vegna álags og telja hættu á að fólk deyi úr hungri. Í myndbandinu má sjá hvernig ástandið var í vikunni þegar íbúar börðust um vörur. Yfirvöld í Sjanghæ segjast í viðtali við AP fréttaveituna tryggja íbúum mat með heimsendingu. Sjálfboðaliðar frá öðrum löndum hafa hjálpað til við heimsendingar á mat og lyfjum vegna útgöngubannsins, en íbúar Sjanghæ segja það ekki duga til. Öskra út um gluggann Hér sjást starfsmenn verslunar tína til pantanir sem fara í heimsendingu. „Útgöngubann hefur verið í gildi í Pudong um nokkurt skeið og margir búa við skort. Einkum er skortur á mjólkurdufti og bleyjum,“ sagði Bie Rui, verslunarstjóri Mother and baby shop. Það tekur síðan starfsmanninn yfir fjóra tíma að keyra pöntunina á áfangastað. Fjölmiðlamaðurinn Patric Madrid birti myndband á Twitter fyrir helgi þar sem íbúar Sjanghæ öskra út um gluggann til þess að mótmæla útgöngubanninu. What the?? This video taken yesterday in Shanghai, China, by the father of a close friend of mine. She verified its authenticity: People screaming out of their windows after a week of total lockdown, no leaving your apartment for any reason. pic.twitter.com/iHGOO8D8Cz— Patrick Madrid (@patrickmadrid) April 9, 2022 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa Kínversku borgarinnar Sjanghæ grátt, en aldrei hafa tilfelli veirunnar verið jafn mörg og í yfirstandandi bylgju og greinist metfjöldi smitaðra á degi hverjum. Lang flestir einkennalausir 26 milljónir búa í Sjanghæ. Á síðasta sólarhring greindust yfir 26 þúsund íbúar með Covid19. Af þeim eru 25 þúsund sagðir einkennalausir. Íbúar borgarinnar búa við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í tvær vikur. Íbúar segja ómögulegt að panta mat í útgöngubanninu vegna álags og telja hættu á að fólk deyi úr hungri. Í myndbandinu má sjá hvernig ástandið var í vikunni þegar íbúar börðust um vörur. Yfirvöld í Sjanghæ segjast í viðtali við AP fréttaveituna tryggja íbúum mat með heimsendingu. Sjálfboðaliðar frá öðrum löndum hafa hjálpað til við heimsendingar á mat og lyfjum vegna útgöngubannsins, en íbúar Sjanghæ segja það ekki duga til. Öskra út um gluggann Hér sjást starfsmenn verslunar tína til pantanir sem fara í heimsendingu. „Útgöngubann hefur verið í gildi í Pudong um nokkurt skeið og margir búa við skort. Einkum er skortur á mjólkurdufti og bleyjum,“ sagði Bie Rui, verslunarstjóri Mother and baby shop. Það tekur síðan starfsmanninn yfir fjóra tíma að keyra pöntunina á áfangastað. Fjölmiðlamaðurinn Patric Madrid birti myndband á Twitter fyrir helgi þar sem íbúar Sjanghæ öskra út um gluggann til þess að mótmæla útgöngubanninu. What the?? This video taken yesterday in Shanghai, China, by the father of a close friend of mine. She verified its authenticity: People screaming out of their windows after a week of total lockdown, no leaving your apartment for any reason. pic.twitter.com/iHGOO8D8Cz— Patrick Madrid (@patrickmadrid) April 9, 2022
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira