Óveðrið skall á á sunnudag og er það fyrsta á þessu tímabili en venjulega skella um tuttugu slíkir stormar á Filippseyjum á hverju ári, að því er segir í frétt BBC.
Rúmlega þrettán þúsund manns þurftu að flýja strendur landsins og mikil rigning leiddi til rafmagnsleysis víða og orsakaði flóð og aurskriður.
Langflest dauðsfallanna, eða 22 urðu í héraðinu Leyte þar sem stór skriða féll á þorp. Búist er við að veðrið fari að skána í dag.