Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 11:15 Svona átti vegurinn að líta út ofan Lögbergsbrekku að lokinni tvöföldun. Vegagerðin Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins. Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins.
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22