Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 12:21 Friðrik formaður BHM er afar gagnrýninn á uppsagnirnar á skrifstofum Eflingar. Hann telur einsýnt að þar sé Sólveig Anna Jónsdóttir formaður að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. „Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36