Innlent

Þau sóttu um skrif­stofu­stjóra­stöður í inn­viða­ráðu­neytinu

Atli Ísleifsson og Snorri Másson skrifa
Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir embætti innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir embætti innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm

Alls sótti 21 um stöðu skrifstofustjóra sveitarfélaga- og byggðamála í innviðaráðuneytinu sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Þá sóttu þrettán um stöðu skrifstofustjóra húsnæðis- og skipulagsmála í sama ráðuneyti.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Meðal umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra sveitarfélaga- og byggðamála eru Aðalsteinn Eyþór Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður.

Sjá má lista yfir umsækjendur um stöðurnar að neðan.

Skrifstofustjóri sveitarfélaga- og byggðamála

  • Aðalsteinn Eyþór Þorsteinsson, forstjóri
  • Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sérfræðingur
  • Ágúst Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri
  • Baldur Pétursson, verkefnastjóri
  • Baldur Þórir Guðmundsson, sérfræðingur
  • Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur
  • Eva Björk Harðardóttir, f.v. oddviti
  • Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
  • Guðbjörg Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Guðni Geir Einarsson, skrifstofustjóri
  • Gunnlaugur Sighvatsson, ráðgjafi
  • Gunnlaugur Sverrisson, skrifstofustjóri
  • Harpa Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
  • Hrönn Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri
  • Sigríður Björk Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Svanhildur Jónsdóttir, verkfræðingur
  • Þorgeir Pálsson, f.v. sveitarstjóri
  • Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

Skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála

  • Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur
  • Björn Karlsson, verkfræðingur
  • Ciji Davis, verkefnastjóri
  • Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
  • Herdís Hallmarsdóttir, lögfræðingur
  • Hólmfríður Bjarnadóttir, skipulagsráðgjafi
  • Ingi Ingason, viðskiptafræðingur
  • Ólöf Kristjánsdóttir, sérfræðingur
  • Perla Ösp Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri
  • Reynir Jónsson, sérfræðingur
  • Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri
  • Silja Dögg, viðskiptafræðingur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×