Stiklan sem birt var í dag er sú fyrsta sem veitir almennilega innsýn í söguþráð þáttaraðarinnar, en áður höfðum við fengið örstutta stiklu sem sagði lítið annað en að Eleven væri flutt frá Hawkins og að hún saknaði Mike.
Nýja stiklan hefst á því að óhugnanleg rödd ávarpar söguhetjuna Eleven, allavega að því er virðist. Röddin segir hana hafa skemmt allt en að þjáningar hennar séu senn á enda. Svo kemur í ljós að röddin tilheyrir nýjast skrímslinu úr langri röð skrímsla sem Eleven hefur séð við í fyrri þáttaröðum.
Því næst heyrum við Max segja legsteini bróður síns að ástandið í Hawkins sé aftur orðið slæmt eftir að allt hafi verið með kyrrum kjörum um skamma hríð.
Loks heyrum við ónefndan embættismann segja Eleven að hún sé eina von vina sinna í Hawksins til að sigra stríðið. Stríðið virðist vera gegn ógrynni skrímsla úr öfuga heiminum sem gert hefur söguhetjunum lífið leitt í síðustu þáttaröðum.
Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan: