„Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2022 22:30 Rúnar Ingi var afar sáttur með farseðil í úrslitin Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum eftir að Njarðvík tryggði sér farseðilinn í úrslit Subway-deildar kvenna gegn Haukum. „Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Sjá meira
„Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Sjá meira