„Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2022 22:30 Rúnar Ingi var afar sáttur með farseðil í úrslitin Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum eftir að Njarðvík tryggði sér farseðilinn í úrslit Subway-deildar kvenna gegn Haukum. „Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira