Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
visir-img

Stjórnmálafræðiprófessor telur að Rússar gætu beitt Ísland refsiaðgerðum ef Finnland og Svíþjóð sækja um NATO-aðild. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir slíkum aðgerðum. Við fjöllum um málið og tökum stöðuna á stríðinu í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Til umræðu sé að kalla saman félagsfund til að kjósa stjórnina frá.

Þá fjöllum við um umferðarmál í Rangárþingi eystra og ræðum við eiganda danskrar vefverslunar með áfengi en þeir sem gleymdu að skreppa í vínbúðina fyrir páskalokun geta reitt sig á þjónustu hennar um helgina.

Fylgist með hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×