Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Til umræðu sé að kalla saman félagsfund til að kjósa stjórnina frá.
Þá fjöllum við um umferðarmál í Rangárþingi eystra og ræðum við eiganda danskrar vefverslunar með áfengi en þeir sem gleymdu að skreppa í vínbúðina fyrir páskalokun geta reitt sig á þjónustu hennar um helgina.
Fylgist með hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu klukkan 12.