Frankfurt henti Börsungum úr leik | West Ham fór örugglega áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 21:10 Leikmenn Frankfurt gátu fagnað vel og innilega þegar liðið sló Barcelona úr leik. Eric Alonso/Getty Images Barcelona er úr leik úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-3 tap gegn Frankfurt á heimavelli í kvöld. Liðið lenti 0-3 undir og tvö mörk í uppbótartíma gátu ekki bjargað þeim. Á sama tíma vann West Ham öruggan 0-3 sigur gegn Lyon. Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira