Spánverjar ganga af trúnni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2022 17:02 Rúmlega 17 milljónir Spánverja skilgreina sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Vísir/Getty Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum. Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum.
Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira