Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2022 13:24 Örn Elías Guðmundsson eða Mugison opnar hátíðina í kvöld. visir/Hafþór Gunnarsson Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill. Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira
Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill.
Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira