Lífið

Sögur af fram­hjá­haldi rapparans sagðar stór­lega ýktar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Allt virðist leika í lyndi hjá parinu, þrátt fyrir orðróm um annað.
Allt virðist leika í lyndi hjá parinu, þrátt fyrir orðróm um annað. Gareth Cattermole/BFC/Getty

Hávær orðrómur hefur verið á kreiki í Hollywood um að rapparinn A$AP Rocky, sem réttu nafni heitir Rakim Mayers, og stórsöngkonan Rihanna séu hætt saman eftir framhjáhald rapparans. Þær sögur virðast þó ekki á rökum reistar.

Ef marka má slúðurmiðilinn TMZ, sem er leiðandi í umfjöllun um líf fræga og ríka fólksins í Vesturheimi, er hvorki rétt að rapparinn hafi haldið fram hjá Rihönnu, sem er ólétt af fyrsta barni parsins, né að parið sé hætt saman.

Þetta hefur TMZ eftir heimildamanni sem sagður er vera í reglulegum samskiptum við parið. Sá er sagður hafa sagt sögurnar „100 prósent rangar á báða vegu,“ og bætt við að allt væri í himnalagi hjá stjörnuparinu.

Orðrómurinn var á þá leið að Rihanna hefði komið að Rocky í miðjum klíðum með skóhönnuðinum Aminu Muaddi, sem starfar fyrir Fenty, tískuvörumerki í eigu Rihönnu. TMZ virðist hér hafa eytt óvissunni og fullvissað aðdáendur parsins um að ekkert væri til í orðróminum, sem fékk byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.