The Northman: Mikið urr, en lítið bit frá norðanmanni Heiðar Sumarliðason skrifar 18. apríl 2022 11:24 Hollywood líkami. The Northman er nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Robert Eggers, en hún fjallar um son víkingahöfðingja (Alexander Skarsgård) sem ætlar að hefna morðs föður síns (Ethan Hawke). Myndin gerist að miklu leyti á Íslandi, meðhöfundur handritsins er Sjón, ásamt því að Björk, Ingvar E. Sigurðsson og íslensk náttúra leika hlutverk. Það vantar bara Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina og þá væri íslenska hersveitin fullmönnuð. Björk mætti á svæðið með sín hörðu err og komst vel frá sínu. Tug milljóna dollara sjónarspil The Northman, eða Norðanmaðurinn eins og hún er kölluð af þýðanda myndarinnar, hefur hlotið heldur mikið lof frá ýmsum erlendum gagnrýnendum. Lofið hefur þó ekki verið einróma, og undirritaður er einn þeirra sem ekki er yfir sig hrifinn, þrátt fyrir að myndin hafi ýmsa kosti. Jú, Norðanmaðurinn er ótrúlega mikið og flott sjónarspil og Eggers nostrar við hvert smáatriði. En hversu langt getur slíkt fleytt kvikmynd? Ég held ég hafi hreinlega aldrei séð rándýra stórmynd og hugsað: „Þetta er nú ekkert svo flott,“ því peningar kaupa íburð og fegurð á hvíta tjaldið, það liggur í hlutarins eðli. Mikilvægasta innihaldsefni kvikmyndar er þó eitthvað sem peningar geta aldrei keypt og það er áhrifamikil saga. Okkar maður Ingvar, var flottur að vanda. Er sagan af Norðanmanninum áhrifamikil? Hún á sína spretti, en þeir eru of fáir til að geta skapað sterka heild. Það var í raun ekki fyrr en eftir u.þ.b. 90 mínútur að hún náði að kveikja á einhverjum tilfinningum og tengingu við aðalpersónuna hjá mér. Ég ætla ekki að spilla framvindu myndarinnar, en fyrir ykkur sem hafið séð hana, þá vitið þið sennilega í hvað ég vísa. Þ.e.a.s. senuna milli aðalpersónunnar Amleth (Alexander Skarsgaard) og móður hans Guðrúnar (Nicole Kidman). Hún gefur Amleht (eða Hamlet?) loks það púst sem persónan þarf á að halda. Fram að þessu augnabliki var Norðanmaðurinn heldur rislítil þegar kemur að samhygð og persónusköpun. Geltandi villimenn Höfundarnir Eggers og Sjón ná því miður ekki að skapa neina sérstaka tengingu milli áhorfandans og aðalpersónunnar í fyrsta leikþætti sögunnar og engu er bætt við það sem kemur fram í stiklunni. Ungur Amleht að gelta við varðeld með pabba sínum, gerði ekkert til að skapa samhygð með persónunum, jaðraði frekar við kjánalegheit. Sú staðreynd að Amleth er forréttindapjakkur í grimmum heimi, hreinlega flæðir í gegnum allan fyrsta leikþátt og slík persóna er ekki sérlega góður efniviður í aðalpersónu, nema einstaklega vel sé haldið á spöðunum. Urrandi víkingurinn Skarsgård. Það var í raun ekkert sem fékk mig til að halda með prinsinum barnunga Amleht og var ég hreinlega farinn að bíða eftir því að þessi fyrsti hluti myndarinnar kláraðist. Þegar við hittum svo Amleth aftur sem fullorðinn mann, orðinn 194 cm á hæð og með líkama sem aðeins er hægt að öðlast með aðstoð einkaþjálfara á launum frá Hollywood-stúdíói, var ekki heldur margt sem fékk mig til að halda með þeirri persónu sem við kynntumst þar. Það er eins og höfundarnir hafi verið svo uppteknir af grimmd og villimennsku, að þeir gleymdu að áhorfendur hafa á mannlegu plani voðalega lítinn áhuga á grimmum villimönnum, nema þeir séu settir í rétt samhengi. Ég var alltaf að bíða eftir því að þeir gæfu mér ástæðu til þess að halda með Amleth, en líkt og áður sagði, tókst það ekki fyrr en eftir að rúmlega 2/3 af myndinni voru liðnir. Galli framvindunnar liggur í því að fram að þeim punkti er hún lítið annað en margtuggin hefndarsaga og ekki sértæk á neinn máta, fyrir utan sögusviðið sem leikurinn fer fram á. Mögulega hefði verið betra að sýna áhorfendum ekki forsöguna, heldur hefja leika þegar Amleth er fullorðinn vígamaður og afhjúpa svo fortíðina smátt og smátt. Það er auðvitað aldrei að vita hvort það hefði virkað betur en útkoman hefði örugglega ekki orðið verri, því eins og sagan er núna, er fátt sem kemur á óvart í framvindunni. Norðanmaðurinn er lengst af heldur yfirborðskennd og mér leið hálfpartinn eins og ég væri að horfa á langa stiklu fyrir mynd sem ég ætlaði að sjá síðar. Það má líkja upplifuninni við það að banka á dyr, en enginn kemur til að opna. Þetta er samt ofboðslega flottur dyrakarmur og hurðarfleki, skorin út af mestu útskurðarmeisturum heims og engu til sparað, en á endanum hættir maður að nenna að dást að handverkinu og vill fá að komast inn. Þegar Norðanmaðurinn loks ansaði var ég orðinn kaldur og blautur, kominn með hugann við heimför. Því mætti kjarna kvikmyndina um Norðanmanninn með því að segja: „Of lítið og seint.“ Sem er miður, því ég vonaði svo innilega að hún næði að lifa upp í hæpið í kringum hana. Niðurstaða: Norðanmaðurinn er ótrúlega flott kvikmynd, þar sem engu er til sparað. Hins vegar hefði mátt vanda betur til verka á handritsstigi, en sagan sjálf er engan veginn á sama plani og umgjörð myndarinnar. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Björk mætti á svæðið með sín hörðu err og komst vel frá sínu. Tug milljóna dollara sjónarspil The Northman, eða Norðanmaðurinn eins og hún er kölluð af þýðanda myndarinnar, hefur hlotið heldur mikið lof frá ýmsum erlendum gagnrýnendum. Lofið hefur þó ekki verið einróma, og undirritaður er einn þeirra sem ekki er yfir sig hrifinn, þrátt fyrir að myndin hafi ýmsa kosti. Jú, Norðanmaðurinn er ótrúlega mikið og flott sjónarspil og Eggers nostrar við hvert smáatriði. En hversu langt getur slíkt fleytt kvikmynd? Ég held ég hafi hreinlega aldrei séð rándýra stórmynd og hugsað: „Þetta er nú ekkert svo flott,“ því peningar kaupa íburð og fegurð á hvíta tjaldið, það liggur í hlutarins eðli. Mikilvægasta innihaldsefni kvikmyndar er þó eitthvað sem peningar geta aldrei keypt og það er áhrifamikil saga. Okkar maður Ingvar, var flottur að vanda. Er sagan af Norðanmanninum áhrifamikil? Hún á sína spretti, en þeir eru of fáir til að geta skapað sterka heild. Það var í raun ekki fyrr en eftir u.þ.b. 90 mínútur að hún náði að kveikja á einhverjum tilfinningum og tengingu við aðalpersónuna hjá mér. Ég ætla ekki að spilla framvindu myndarinnar, en fyrir ykkur sem hafið séð hana, þá vitið þið sennilega í hvað ég vísa. Þ.e.a.s. senuna milli aðalpersónunnar Amleth (Alexander Skarsgaard) og móður hans Guðrúnar (Nicole Kidman). Hún gefur Amleht (eða Hamlet?) loks það púst sem persónan þarf á að halda. Fram að þessu augnabliki var Norðanmaðurinn heldur rislítil þegar kemur að samhygð og persónusköpun. Geltandi villimenn Höfundarnir Eggers og Sjón ná því miður ekki að skapa neina sérstaka tengingu milli áhorfandans og aðalpersónunnar í fyrsta leikþætti sögunnar og engu er bætt við það sem kemur fram í stiklunni. Ungur Amleht að gelta við varðeld með pabba sínum, gerði ekkert til að skapa samhygð með persónunum, jaðraði frekar við kjánalegheit. Sú staðreynd að Amleth er forréttindapjakkur í grimmum heimi, hreinlega flæðir í gegnum allan fyrsta leikþátt og slík persóna er ekki sérlega góður efniviður í aðalpersónu, nema einstaklega vel sé haldið á spöðunum. Urrandi víkingurinn Skarsgård. Það var í raun ekkert sem fékk mig til að halda með prinsinum barnunga Amleht og var ég hreinlega farinn að bíða eftir því að þessi fyrsti hluti myndarinnar kláraðist. Þegar við hittum svo Amleth aftur sem fullorðinn mann, orðinn 194 cm á hæð og með líkama sem aðeins er hægt að öðlast með aðstoð einkaþjálfara á launum frá Hollywood-stúdíói, var ekki heldur margt sem fékk mig til að halda með þeirri persónu sem við kynntumst þar. Það er eins og höfundarnir hafi verið svo uppteknir af grimmd og villimennsku, að þeir gleymdu að áhorfendur hafa á mannlegu plani voðalega lítinn áhuga á grimmum villimönnum, nema þeir séu settir í rétt samhengi. Ég var alltaf að bíða eftir því að þeir gæfu mér ástæðu til þess að halda með Amleth, en líkt og áður sagði, tókst það ekki fyrr en eftir að rúmlega 2/3 af myndinni voru liðnir. Galli framvindunnar liggur í því að fram að þeim punkti er hún lítið annað en margtuggin hefndarsaga og ekki sértæk á neinn máta, fyrir utan sögusviðið sem leikurinn fer fram á. Mögulega hefði verið betra að sýna áhorfendum ekki forsöguna, heldur hefja leika þegar Amleth er fullorðinn vígamaður og afhjúpa svo fortíðina smátt og smátt. Það er auðvitað aldrei að vita hvort það hefði virkað betur en útkoman hefði örugglega ekki orðið verri, því eins og sagan er núna, er fátt sem kemur á óvart í framvindunni. Norðanmaðurinn er lengst af heldur yfirborðskennd og mér leið hálfpartinn eins og ég væri að horfa á langa stiklu fyrir mynd sem ég ætlaði að sjá síðar. Það má líkja upplifuninni við það að banka á dyr, en enginn kemur til að opna. Þetta er samt ofboðslega flottur dyrakarmur og hurðarfleki, skorin út af mestu útskurðarmeisturum heims og engu til sparað, en á endanum hættir maður að nenna að dást að handverkinu og vill fá að komast inn. Þegar Norðanmaðurinn loks ansaði var ég orðinn kaldur og blautur, kominn með hugann við heimför. Því mætti kjarna kvikmyndina um Norðanmanninn með því að segja: „Of lítið og seint.“ Sem er miður, því ég vonaði svo innilega að hún næði að lifa upp í hæpið í kringum hana. Niðurstaða: Norðanmaðurinn er ótrúlega flott kvikmynd, þar sem engu er til sparað. Hins vegar hefði mátt vanda betur til verka á handritsstigi, en sagan sjálf er engan veginn á sama plani og umgjörð myndarinnar.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira