Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham | Newcastle stal sigrinum gegn Leicester Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:18 Thomas Soucek skoraði eina mark West Ham í dag. Steve Bardens/Getty Images Tveimur leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Thomas Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham gegn fallbaráttuliði Burnley og Newcastle vann 2-1 sigur gegn Leicester, en sigurmarkið kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira