Skipafarþegar og áhafnir, vannýtt auðlind fyrir hagkerfi Hafnfirðinga Guðmundur Fylkisson skrifar 17. apríl 2022 20:01 Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun