Skipafarþegar og áhafnir, vannýtt auðlind fyrir hagkerfi Hafnfirðinga Guðmundur Fylkisson skrifar 17. apríl 2022 20:01 Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar