Ungstirnið Ryan Gravenberch kom Ajax í forystu í fyrri hálfleik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en leikið var á De Kuip leikvangnum í Rotterdam.
Þrátt fyrir að hafa forystu mættu Ajax menn vanstilltir til leiks í síðari hálfleik því PSV var búið að snúa leiknum sér í vil á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks.
Erick Gutierrez jafnaði metin á 48.mínútu og Cody Gakpo náði forystunni fyrir PSV á 50.mínútu.
Tvö mörk voru dæmd af Ajax með VAR og lauk leiknum með 1-2 sigri PSV. Er þetta í annað sinn á tímabilinu sem PSV hefur betur gegn Ajax á úrslitastundu því PSV vann 4-0 sigur á Ajax í hollenska ofurbikarnum í upphafi leiktíðarinnar.