Innlent

Sól og blíða

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Milt veður verður á landinu öllu í dag.
Milt veður verður á landinu öllu í dag. Veðurstofan

Sól og blíða verður í höfuðborginni í dag en gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og bjart víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Heiðskírt og hiti á bilinu þrjár til ellefu gráður. 

Samkvæmt spá veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands byrjar dagurinn rólega og gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og víða bjart með köflum. Lægð milli Írlands og Íslands, sem er á norðurleið, nálgast austurhluta landsins og veldur þar vaxandi norðanátt með rigningu og slyddu eftir hádegi. Hiti frá einu stigi fyrir austan til tíu stiga syðst.

Á þriðjudag:

Norðvestan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma norðaustanlands framan af degi, en rofar síðan til og lægir. Hiti kringum frostmark. Norðan 3-8 m/s og bjart með köflum sunnan- og vestanlands og hiti að 10 stigum yfir daginn.

Á miðvikudag:

Gengur í austan- og suðaustan 10-18 m/s með rigningu á sunnanverðu landinu, en hægari og þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Fremur hæg austlæg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 12 stig að deginum, svalast á Vestfjörðum.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á þokusúld við sjávarsíðuna. Milt veður að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×