Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stríðsátökin í Úkraínu en eldflaugaárásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt.

Þá segjum við frá þeim alvarlegu afleiðingum sem það gæti haft í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú. Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur á svæðinu í nótt og í morgun.

Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×