Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins. Þar segir að af þeim 80 útköllum hafi verið 29 forgangsútköll.
Ljóst er að meiri not voru fyrir sjúkrabíla liðsins en slökkvibíla síðasta sólarhringinn, en fjögur útköll bárust þar sem slökkvibíla þurfti á vettvang.