Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 10:47 Landhelgisgæslan sinnir um 300 útköllum á ári og eru starfsmenn sérþjálfaðir til að geta sinnt leit og björgun í öllum veðrum. Vísir/Vilhelm Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki verkfallsrétt þar sem þeir eru handhafar lögregluvalds á landinu. Kjarasamningar þeirra eru tengdir samningum sambærilegra starfsstétta en fjármálaráðuneytið vill falla frá þessu fyrirkomulagi. Flugmenn segja að þetta muni hafa áhrif á kjör þeirra, sem og stórauka starfsmannaveltu. „Að viðhalda stöðlum um leit og björgun í öllu veðri er kostnaðarsamt og ver Landhelgisgæslan hundruðum milljóna króna í þjálfun á hverjum flugmanni. Aukin starfsmannavelta er því fljót að vega upp aftengingu kjara við sambærilegar stéttir og gott betur,“ segir í ályktuninni. Flugmennirnir eru 16 talsins og sinna um 300 útköllum á ári. Hver flugklukkustund hjá Landhelgisgæslunni kostar tæplega þrjár milljónir króna og eru þeir á sólarhringsvöktum allan sinn starfsferil. Engin málefnaleg rök fást Flugmennirnir vilja meina að fjármálaráðuneytið vegi að flugöryggi með kröfu um að afnema svokallaðan starfsaldurslista flugmanna. „Það fyrirkomulag hefur reynst farsælt, enda tryggja slíkir listar gagnsæi, faglegan framgang í starfi og að flugmenn geti tilkynnt um atvik án ótta við refsingu. Engin málefnaleg rök fást frá ráðuneytinu sem styðja afstöðu þess og raunar hefur samninganefnd flugmannanna skynjað skort á fagþekkingu og skilning á sérstöðu starfsgreinarinnar í samningaviðræðum.“ Miklar áhyggjur af framtíðarrekstri Þeir segja að ráðuneytið sé að ráðast á verkfallsréttalausa starfsstétt og að þeir séu í rauninni í vonlausri stöðu. „Enn alvarlega er að flugöryggi Landhelgisgæslunnar er stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þeirri þjónustu að halda. Ríkissjóður má búast við hundruða milljóna aukakostnaði vegna stóraukinnar starfsmannaveltu flugmanna og tilheyrandi tapi á reynslu og þekkingu. Við, flugmenn Landhelgisgæslu Íslands, lýsum hér með yfir miklum áhyggjum af framtíðarrekstri björgunarloftfara landsmanna allra, bæði til sjávar og sveita.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki verkfallsrétt þar sem þeir eru handhafar lögregluvalds á landinu. Kjarasamningar þeirra eru tengdir samningum sambærilegra starfsstétta en fjármálaráðuneytið vill falla frá þessu fyrirkomulagi. Flugmenn segja að þetta muni hafa áhrif á kjör þeirra, sem og stórauka starfsmannaveltu. „Að viðhalda stöðlum um leit og björgun í öllu veðri er kostnaðarsamt og ver Landhelgisgæslan hundruðum milljóna króna í þjálfun á hverjum flugmanni. Aukin starfsmannavelta er því fljót að vega upp aftengingu kjara við sambærilegar stéttir og gott betur,“ segir í ályktuninni. Flugmennirnir eru 16 talsins og sinna um 300 útköllum á ári. Hver flugklukkustund hjá Landhelgisgæslunni kostar tæplega þrjár milljónir króna og eru þeir á sólarhringsvöktum allan sinn starfsferil. Engin málefnaleg rök fást Flugmennirnir vilja meina að fjármálaráðuneytið vegi að flugöryggi með kröfu um að afnema svokallaðan starfsaldurslista flugmanna. „Það fyrirkomulag hefur reynst farsælt, enda tryggja slíkir listar gagnsæi, faglegan framgang í starfi og að flugmenn geti tilkynnt um atvik án ótta við refsingu. Engin málefnaleg rök fást frá ráðuneytinu sem styðja afstöðu þess og raunar hefur samninganefnd flugmannanna skynjað skort á fagþekkingu og skilning á sérstöðu starfsgreinarinnar í samningaviðræðum.“ Miklar áhyggjur af framtíðarrekstri Þeir segja að ráðuneytið sé að ráðast á verkfallsréttalausa starfsstétt og að þeir séu í rauninni í vonlausri stöðu. „Enn alvarlega er að flugöryggi Landhelgisgæslunnar er stefnt í hættu með grafalvarlegum afleiðingum fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þeirri þjónustu að halda. Ríkissjóður má búast við hundruða milljóna aukakostnaði vegna stóraukinnar starfsmannaveltu flugmanna og tilheyrandi tapi á reynslu og þekkingu. Við, flugmenn Landhelgisgæslu Íslands, lýsum hér með yfir miklum áhyggjum af framtíðarrekstri björgunarloftfara landsmanna allra, bæði til sjávar og sveita.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira