Snúnar kjaraviðræður fram undan eftir hópuppsögn Eflingar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 14:10 Þorsteinn Víglundsson vísir/vilhelm Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur einsýnt að hópuppsagnir innan Eflingar muni hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. Hann furðar sig á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00