Innlent

Fimmtíu og sex þúsund erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Erlendir ríkisborgarar verða sífellt stærri hluti af mannfjöldanum hér á landi.
Erlendir ríkisborgarar verða sífellt stærri hluti af mannfjöldanum hér á landi. Vísir/Vilhelm

Í byrjun apríl voru 55.982 erlendir ríkisborgarar skráðir með fasta búsetu á Íslandi eða um fimmtán prósent þeirra sem búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá.

Erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgaði um rúmlega eitt þúsund á fjórum mánuðum. Mest er fjölgunin hjá fólki með úkraínskt ríkisfang en hún var ríflega 90% á þessum mánuðum.

Þá var einnig umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 40%. Nú eru 640 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 92 en um síðustu mánaðamót voru þeir 21.283 á Íslandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×