Skóli á skilorði Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 20. apríl 2022 09:32 Margir hafa áhyggjur af grunnskólagöngu barna hvort heldur eigin barna, barnabarna eða barna yfirleitt. Áhyggjur stafa oftar en ekki af vangetu skólanna til að sinna til fullnustu þörfum barnanna, líkt og lög gera ráð fyrir. Skóli án aðgreiningar, heitir sú skólastefna sem nú er rekin í landinu og gerir líkt og nafnið ber með sér, ráð fyrir að í einum og sama skólanum og bekknum sitji börn með ólíka getu og þroska. Stefnan er falleg og hugsjónin góð en hún er illa framkvæmd. Það virðist hafa gleymst að Skóli án aðgreiningar kostar peninga. Peninga, til að greiða fyrir hverskonar sérfræðiþjónustu, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Eitthvað af þessum stöðum er til innan skólanna en mjög mikið vantar upp á að sé það viðunandi. Talmeinafræðinga og iðjuþjálfa hef ég t.d. aldrei séð í grunnskóla. Stefnan gerir ráð fyrir að skólar fái úthlutað fjármagni vegna nemenda með almenna og sértæka námserfiðleika s.s. í lestri, íslensku og stærðfræði, hegðunarerfiðleika, röskun á hreyfifærni og mál- og talörðugleika. Útdeiling þess fjármagns miðast annars vegar við nemendafjölda í skóla og hins vegar við félagslegar aðstæður í hverfi þar sem við á (10-12% allra nemenda). Þessi stefna eru því miður ekkert annað en orðin tóm. Fjárframlög til grunnskóla reiknast út frá nemendafjölda og niðurstöðum úr greiningum frá fjórum helstu stofnunum á þessu sviði í landinu; þ.e. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, Heyrna og talmeinastöðvar Íslands og Barna- og unglingageðdeildar Íslands. Þannig að ef barn hefur sérþarfir hefur það engan rétt á sérstakri tillitssemi eða aðstoð nema það hafi fengið formlega greiningu þessara stofnana (og engra annarra á verstu tilvikunum). Þetta er einmitt á þeim aldri barnanna sem ýmislegt einstaklingsbundið kemur fram hjá þeim, s.s. athyglisbrestur, ofvirkni, einhverfuróf, Touretta Syndrom eða annað. Það tekur tíma að koma auga á sérþarfir og það sem verra er tekur það því miður enn lengri tíma að fá vandann staðfestan af sérfræðingum, eða um tvö ár. Í fjárframlögum til grunnskólanna hunsa sveitafélögin þennan veruleika algerlega. Samkvæmt stefnunni um skóla án aðgreiningar ber skólunum og þar með kennurunum að koma til móts við alla nemendur þar sem þeir eru staddir, burt séð frá greiningum. Til þess hafa þeir þó yfirleitt ekki aðra burði en að bjóða öllum upp á nokkurn veginn sama námið. Einstaka ofurmenni úr hópi kennara býr þó til nokkrar námsskrár og námsefni í einum bekk, er svo heppinn að hafa stuðning ófaglærðs starfsmanns hjá sér og hefur sérkennara og þroskaþjálfa innan seilingar sér til ráðgjafar, auk námsráðgjafa. Betra verður það aldrei. Það gefur augaleið að í þessum aðstæðum þarf kennarinn að vera vel „vopnum búinn“. Eða öllu heldur hann þarf að búa yfir góðri víðtækri þekkingu á ólíkum þörfum og þroska barna og mismunandi valkostum í námi sem og fjölbreytilegu nálgunum í kennslu. Ekki má gleyma uppeldisfræðinni s.s. valkostum við agastjórnun og hvötum til náms. Samkvæmt þessu þarf kennarinn síðan að vinna sérhvern dag. Það vantar ekki að iðulega komi fram í opinberum skýrslum um þessi mál hversu mikilvægt sé að efla starf umsjónakennara. Eru þeir þá svona slakir? Eru þeir latir? Kannski bara illa að sér? Eða eru þeir kannski miklu frekar bæði verkfæralausir og afar illa launaðir? Tíð og langvarandi veikindi grunnskólakennara eru staðreynd. Þess sér merki hjá VIRK endurhæfingarstöð og er engin furða. Það að vilja vera sá fagmaður sem numið var til og kennarinn hefur þróað en hafa ekki til þess bjargir, er ávísun á kulnun í starfi. Laun sem eru langt undir lægstu launum sambærilegra sérfræðinga bæta ekki úr skák. Hagsmunir barna og hagsmunir grunnskólakennara fara algerlega saman. Eftir að grunnskólarnir fóru til reksturs sveitafélaga í stað ríkis, hefur allur stjórnunarstíll og samskipti undir- og yfirmanna breyst. Á þeim 25 árum, sem liðin eru frá þessum breytingum – sama tíma og nýfrjálshyggjan hefur skotið djúpum rótum í íslensku þjóðfélagi – eru skólastjórar nú fyrst og fremst yfirmenn og faglegir leiðtogar kennaranna, en flati stjórnunarstíllinn þar sem allir unnu að sameiginlegu markmiði er horfinn. Ólíkt því sem áður var er kennsla ekki lengur hluti af starfi skólastjórans. Vilji kennari fá að vita hvernig fjármagni til skóla hans er ráðstafað, kemur í ljós að sveitafélögin fara ekki fram á það við grunnskólana að gera sér fjárhagsáætlun og því undir hælinn lagt hvort fjárhagsáætlun skólans sé til. Skólastjórar leggja ekki lengur fram reikninga skóla fyrir kennarana og annað starfsfólk. Í flestum skólum er það því algerlega á huldu fyrir kennurum, hvaða rétt á stuðningi og faglegri aðstoð þeir hafa. Reikningar liggja ekki uppi á borðinu og rekstur skólastarfsins því á engan hátt gagnsær. Það er ljóst að íslenskir grunnskólar eru í ógöngum, mismiklum eftir stærð, samsetningu og staðsetningu á landinu. Ég veit að við erum ansi mörg sem teljum að það gangi ekki lengur. Við erum þjóð sem bæði getur og hefur efni á afbragðs góðum grunnskólum. Meðal meirihluta almennings hefur dómur í raun þegar verið upp kveðinn, en hvert verður framhaldið? Sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti. Nú er tækifærið til að spyrja frambjóðendur um grunnskólana í þínu kjördæmi og fella þinn dóm í kjölfar svaranna. Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi til formennsku í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa áhyggjur af grunnskólagöngu barna hvort heldur eigin barna, barnabarna eða barna yfirleitt. Áhyggjur stafa oftar en ekki af vangetu skólanna til að sinna til fullnustu þörfum barnanna, líkt og lög gera ráð fyrir. Skóli án aðgreiningar, heitir sú skólastefna sem nú er rekin í landinu og gerir líkt og nafnið ber með sér, ráð fyrir að í einum og sama skólanum og bekknum sitji börn með ólíka getu og þroska. Stefnan er falleg og hugsjónin góð en hún er illa framkvæmd. Það virðist hafa gleymst að Skóli án aðgreiningar kostar peninga. Peninga, til að greiða fyrir hverskonar sérfræðiþjónustu, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Eitthvað af þessum stöðum er til innan skólanna en mjög mikið vantar upp á að sé það viðunandi. Talmeinafræðinga og iðjuþjálfa hef ég t.d. aldrei séð í grunnskóla. Stefnan gerir ráð fyrir að skólar fái úthlutað fjármagni vegna nemenda með almenna og sértæka námserfiðleika s.s. í lestri, íslensku og stærðfræði, hegðunarerfiðleika, röskun á hreyfifærni og mál- og talörðugleika. Útdeiling þess fjármagns miðast annars vegar við nemendafjölda í skóla og hins vegar við félagslegar aðstæður í hverfi þar sem við á (10-12% allra nemenda). Þessi stefna eru því miður ekkert annað en orðin tóm. Fjárframlög til grunnskóla reiknast út frá nemendafjölda og niðurstöðum úr greiningum frá fjórum helstu stofnunum á þessu sviði í landinu; þ.e. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, Heyrna og talmeinastöðvar Íslands og Barna- og unglingageðdeildar Íslands. Þannig að ef barn hefur sérþarfir hefur það engan rétt á sérstakri tillitssemi eða aðstoð nema það hafi fengið formlega greiningu þessara stofnana (og engra annarra á verstu tilvikunum). Þetta er einmitt á þeim aldri barnanna sem ýmislegt einstaklingsbundið kemur fram hjá þeim, s.s. athyglisbrestur, ofvirkni, einhverfuróf, Touretta Syndrom eða annað. Það tekur tíma að koma auga á sérþarfir og það sem verra er tekur það því miður enn lengri tíma að fá vandann staðfestan af sérfræðingum, eða um tvö ár. Í fjárframlögum til grunnskólanna hunsa sveitafélögin þennan veruleika algerlega. Samkvæmt stefnunni um skóla án aðgreiningar ber skólunum og þar með kennurunum að koma til móts við alla nemendur þar sem þeir eru staddir, burt séð frá greiningum. Til þess hafa þeir þó yfirleitt ekki aðra burði en að bjóða öllum upp á nokkurn veginn sama námið. Einstaka ofurmenni úr hópi kennara býr þó til nokkrar námsskrár og námsefni í einum bekk, er svo heppinn að hafa stuðning ófaglærðs starfsmanns hjá sér og hefur sérkennara og þroskaþjálfa innan seilingar sér til ráðgjafar, auk námsráðgjafa. Betra verður það aldrei. Það gefur augaleið að í þessum aðstæðum þarf kennarinn að vera vel „vopnum búinn“. Eða öllu heldur hann þarf að búa yfir góðri víðtækri þekkingu á ólíkum þörfum og þroska barna og mismunandi valkostum í námi sem og fjölbreytilegu nálgunum í kennslu. Ekki má gleyma uppeldisfræðinni s.s. valkostum við agastjórnun og hvötum til náms. Samkvæmt þessu þarf kennarinn síðan að vinna sérhvern dag. Það vantar ekki að iðulega komi fram í opinberum skýrslum um þessi mál hversu mikilvægt sé að efla starf umsjónakennara. Eru þeir þá svona slakir? Eru þeir latir? Kannski bara illa að sér? Eða eru þeir kannski miklu frekar bæði verkfæralausir og afar illa launaðir? Tíð og langvarandi veikindi grunnskólakennara eru staðreynd. Þess sér merki hjá VIRK endurhæfingarstöð og er engin furða. Það að vilja vera sá fagmaður sem numið var til og kennarinn hefur þróað en hafa ekki til þess bjargir, er ávísun á kulnun í starfi. Laun sem eru langt undir lægstu launum sambærilegra sérfræðinga bæta ekki úr skák. Hagsmunir barna og hagsmunir grunnskólakennara fara algerlega saman. Eftir að grunnskólarnir fóru til reksturs sveitafélaga í stað ríkis, hefur allur stjórnunarstíll og samskipti undir- og yfirmanna breyst. Á þeim 25 árum, sem liðin eru frá þessum breytingum – sama tíma og nýfrjálshyggjan hefur skotið djúpum rótum í íslensku þjóðfélagi – eru skólastjórar nú fyrst og fremst yfirmenn og faglegir leiðtogar kennaranna, en flati stjórnunarstíllinn þar sem allir unnu að sameiginlegu markmiði er horfinn. Ólíkt því sem áður var er kennsla ekki lengur hluti af starfi skólastjórans. Vilji kennari fá að vita hvernig fjármagni til skóla hans er ráðstafað, kemur í ljós að sveitafélögin fara ekki fram á það við grunnskólana að gera sér fjárhagsáætlun og því undir hælinn lagt hvort fjárhagsáætlun skólans sé til. Skólastjórar leggja ekki lengur fram reikninga skóla fyrir kennarana og annað starfsfólk. Í flestum skólum er það því algerlega á huldu fyrir kennurum, hvaða rétt á stuðningi og faglegri aðstoð þeir hafa. Reikningar liggja ekki uppi á borðinu og rekstur skólastarfsins því á engan hátt gagnsær. Það er ljóst að íslenskir grunnskólar eru í ógöngum, mismiklum eftir stærð, samsetningu og staðsetningu á landinu. Ég veit að við erum ansi mörg sem teljum að það gangi ekki lengur. Við erum þjóð sem bæði getur og hefur efni á afbragðs góðum grunnskólum. Meðal meirihluta almennings hefur dómur í raun þegar verið upp kveðinn, en hvert verður framhaldið? Sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti. Nú er tækifærið til að spyrja frambjóðendur um grunnskólana í þínu kjördæmi og fella þinn dóm í kjölfar svaranna. Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi til formennsku í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun