Ætla í hart gegn lykilorðadeilingu eftir að áskrifendum fækkaði fyrsta sinn í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2022 09:51 Forsvarsmenn Netflix ætla í hart við fólk sem deilir lykilorðum sínum með öðrum. Getty/Aaron P Streymisveitan Netflix tapaði áskrifendum í fyrsta sinn í tíu ár á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörsins lækkaði virði hlutabréfa félagsins um meira en fjórðung. Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix. Netflix Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix.
Netflix Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira