Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 20. apríl 2022 12:31 Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? Og hvers vegna upplýsti Lilja ekki Alþingi og almenning um áhyggjur sínar af fyrirkomulagi sölunnar? Þetta er meðal þeirra ótal spurninga sem er ósvarað um Íslandsbankamálið. Við í stjórnarandstöðunni hefðum gjarnan þegið liðsauka af stjórnarheimilinu þegar við settum fram gagnrýni og vöruðum eindregið við áframhaldandi sölu á bankanum í febrúar. Fjármála- og efnahagsráðherra ber ábyrgð á sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum. Honum ber að skila fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd greinargerð um ráðgerða bankasölu en hefur sjálfdæmi um hvort og hvernig hann bregst við umsögnum nefndanna. Þegar Bjarni Benediktsson lagði greinargerð sína um framhald sölunnar á Íslandsbanka fyrir nefndirnar í febrúar síðastliðnum settu flokkarnir í stjórnarandstöðu fram margháttaðar athugasemdir. Ef ráðherra og ríkisstjórn hefðu lagt við hlustir og gætt sérstaklega að þeim atriðum sem þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á værum við í annarri stöðu í dag. Gæði eigenda ekki tryggð Við í Samfylkingunni bentum á að vinna þyrfti ítarlegri greiningu á fyrsta fasa sölumeðferðarinnar áður en haldið yrði áfram auk þess sem þörf væri á dýpri stefnumörkun um framtíð fjármálakerfisins. Við gagnrýndum líka að ekki hefði farið fram greining á líklegri þróun breytts eignarhalds Íslandsbanka og minntum á þá áherslu í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið frá 2018 að nýir eigendur bankans þyrftu að vera traustir, hafa umfangsmikla reynslu og þekkingu á starfsemi banka og fjárhagslega burði til að standa á bak við bankann þegar á móti blæs. Einhverra hluta vegna var engin umfjöllun um það í greinargerð ráðherra hvernig leitast yrði við að ná þessu markmiði um gæði eignarhaldsins, en þetta er atriði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að huga að. Bjarna ekki treystandi til að stýra sölunni Loks vöruðum við í Samfylkingunni eindregið við því að Bjarni Benediktsson fengi að stýra einkavæðingu bankans í ljósi viðskiptasögu hans. Í umsögn Samfylkingarinnar segir: „Í könnun MMR sem framkvæmd var í janúar 2021 kemur fram að 63% aðspurðra vantreysti Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. Fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd hefur skilning á þessu vantrausti í ljósi þess að Bjarni Benediktsson tók þátt í viðskiptum sem veiktu Íslandsbanka á árunum fyrir hrun ásamt skyldmennum sínum og viðskiptafélögum sem voru í senn meðal stærstu eigenda og stærstu lántaka bankans. Þá kom Bjarni að viðskiptafléttu árið 2008 þar sem Hæstiréttur Íslands telur að hagsmunir lántaka hafi verið teknir fram yfir hagsmuni bankans sjálfs. Til að fullt traust ríki um söluna á Íslandsbanka er réttast að forsætisráðherra feli öðrum ráðherra að fara með málið.“ Vildu sérstök skilyrði um gæði kaupenda og skriflegar áætlanir Flokkur fólksins lagðist alfarið gegn sölu bankans en lagði áherslu á að ef ráðist yrði í söluna þyrfti að „tryggja gæði nýrra eigenda umfram þau lágmarksskilyrði sem kveðið er á um í 42. gr. laga um fjármálafyrirtæki“. Þá þyrfti ríkið að „setja skilyrði fyrir fram um það hvers konar aðilar fái að eignast kerfislega mikilvægan viðskiptabanka“ og að „krefja væntanlega kaupendur, sem vilja fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka, um að gefa upp fyrirætlanir sínar með eignarhaldinu með því að þeir leggi fram skriflegar áætlanir til lengri og skemmri tíma áður en ríkið samþykkir þá sem kaupendur“. Vöruðu við tilboðsfyrirkomulagi Píratarlögðu einnig fram ítarlega umsögn þar sem varað var við því að farin yrði tilboðsleið á þeim forsendum að afsláttur til kaupenda gengi gegn markmiðum um að hámarka heimtur ríkissjóðs af sölunni. Í umsögn Pírata er sett fram hörð gagnrýni á frumútboðið í fyrra. „Það ætti að vera öllum augljóst að frumútboð Íslandsbanka klúðraðist algerlega, frá sjónarhóli hins opinbera,“ segir í umsögninni. „Við öll töpuðum 27 milljörðum kr. í vasa þeirra sem gátu keypt í bankanum. Það er ekki kaupendunum að kenna, heldur ráðherra. Álit 4. minni hluta er því að núverandi ráðherra eigi ekki að fá leyfi til þess að selja Íslandsbanka þar sem hann hefur sýnt að hann stendur ekki undir ábyrgðinni sem því fylgir.“ Varað við sölu til skuldsettra eignarhaldsfélaga Loks verður að nefna mikilvægt atriði sem fram kemur í umsögn Samkeppniseftirlitsins um söluna. Þar er varað sérstaklega við því að „selja eignarhluti í bönkum mikið skuldsettum eignarhaldsfélögum í eigu einkafjárfesta, vegna þeirrar hættu sem slíkt eignarhald getur skapað“ og minnt á aðdraganda bankahrunsins 2008 í því sambandi. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gripið til neinna ráðstafana til að bregðast við þessari ábendingu, en þegar hefur verið fjallað um kaup mjög skuldsettra eignarhaldsfélaga á hlut í bankanum, sjá t.d. ræðu sem ég hélt á Alþingi 24. mars síðastliðinn. Allar viðvaranir hunsaðar Eins og hér hefur verið rakið varaði stjórnarandstaðan við bankasölunni frá ýmsum sjónarhornum. Þetta var vel skrásett og fjallað var um gagnrýnina og athugasemdirnar í fjölmiðlum. Hér má lesa umsagnir meirihluta og minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar og hér má lesa umsagnir meirihluta og minnihluta fjárlaganefndar. Fjármála- og efnahagsráðherra og hinir formenn stjórnarflokkanna hunsuðu þessar viðvaranir. Ef það er rétt sem fram hefur komið í máli Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem á sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, að hún hafi sjálf varað við fyrirkomulagi sölunnar, þá gerir það ábyrgð Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar enn þyngri. Hvers vegna hunsuðu þau bæði viðvaranir minnihlutans á Alþingi og viðvaranir ráðherra í eigin ríkisstjórn þegar teknar voru afdrifaríkar ákvarðanir um sameiginleg verðmæti almennings? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? Og hvers vegna upplýsti Lilja ekki Alþingi og almenning um áhyggjur sínar af fyrirkomulagi sölunnar? Þetta er meðal þeirra ótal spurninga sem er ósvarað um Íslandsbankamálið. Við í stjórnarandstöðunni hefðum gjarnan þegið liðsauka af stjórnarheimilinu þegar við settum fram gagnrýni og vöruðum eindregið við áframhaldandi sölu á bankanum í febrúar. Fjármála- og efnahagsráðherra ber ábyrgð á sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum. Honum ber að skila fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd greinargerð um ráðgerða bankasölu en hefur sjálfdæmi um hvort og hvernig hann bregst við umsögnum nefndanna. Þegar Bjarni Benediktsson lagði greinargerð sína um framhald sölunnar á Íslandsbanka fyrir nefndirnar í febrúar síðastliðnum settu flokkarnir í stjórnarandstöðu fram margháttaðar athugasemdir. Ef ráðherra og ríkisstjórn hefðu lagt við hlustir og gætt sérstaklega að þeim atriðum sem þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á værum við í annarri stöðu í dag. Gæði eigenda ekki tryggð Við í Samfylkingunni bentum á að vinna þyrfti ítarlegri greiningu á fyrsta fasa sölumeðferðarinnar áður en haldið yrði áfram auk þess sem þörf væri á dýpri stefnumörkun um framtíð fjármálakerfisins. Við gagnrýndum líka að ekki hefði farið fram greining á líklegri þróun breytts eignarhalds Íslandsbanka og minntum á þá áherslu í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið frá 2018 að nýir eigendur bankans þyrftu að vera traustir, hafa umfangsmikla reynslu og þekkingu á starfsemi banka og fjárhagslega burði til að standa á bak við bankann þegar á móti blæs. Einhverra hluta vegna var engin umfjöllun um það í greinargerð ráðherra hvernig leitast yrði við að ná þessu markmiði um gæði eignarhaldsins, en þetta er atriði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að huga að. Bjarna ekki treystandi til að stýra sölunni Loks vöruðum við í Samfylkingunni eindregið við því að Bjarni Benediktsson fengi að stýra einkavæðingu bankans í ljósi viðskiptasögu hans. Í umsögn Samfylkingarinnar segir: „Í könnun MMR sem framkvæmd var í janúar 2021 kemur fram að 63% aðspurðra vantreysti Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. Fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd hefur skilning á þessu vantrausti í ljósi þess að Bjarni Benediktsson tók þátt í viðskiptum sem veiktu Íslandsbanka á árunum fyrir hrun ásamt skyldmennum sínum og viðskiptafélögum sem voru í senn meðal stærstu eigenda og stærstu lántaka bankans. Þá kom Bjarni að viðskiptafléttu árið 2008 þar sem Hæstiréttur Íslands telur að hagsmunir lántaka hafi verið teknir fram yfir hagsmuni bankans sjálfs. Til að fullt traust ríki um söluna á Íslandsbanka er réttast að forsætisráðherra feli öðrum ráðherra að fara með málið.“ Vildu sérstök skilyrði um gæði kaupenda og skriflegar áætlanir Flokkur fólksins lagðist alfarið gegn sölu bankans en lagði áherslu á að ef ráðist yrði í söluna þyrfti að „tryggja gæði nýrra eigenda umfram þau lágmarksskilyrði sem kveðið er á um í 42. gr. laga um fjármálafyrirtæki“. Þá þyrfti ríkið að „setja skilyrði fyrir fram um það hvers konar aðilar fái að eignast kerfislega mikilvægan viðskiptabanka“ og að „krefja væntanlega kaupendur, sem vilja fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka, um að gefa upp fyrirætlanir sínar með eignarhaldinu með því að þeir leggi fram skriflegar áætlanir til lengri og skemmri tíma áður en ríkið samþykkir þá sem kaupendur“. Vöruðu við tilboðsfyrirkomulagi Píratarlögðu einnig fram ítarlega umsögn þar sem varað var við því að farin yrði tilboðsleið á þeim forsendum að afsláttur til kaupenda gengi gegn markmiðum um að hámarka heimtur ríkissjóðs af sölunni. Í umsögn Pírata er sett fram hörð gagnrýni á frumútboðið í fyrra. „Það ætti að vera öllum augljóst að frumútboð Íslandsbanka klúðraðist algerlega, frá sjónarhóli hins opinbera,“ segir í umsögninni. „Við öll töpuðum 27 milljörðum kr. í vasa þeirra sem gátu keypt í bankanum. Það er ekki kaupendunum að kenna, heldur ráðherra. Álit 4. minni hluta er því að núverandi ráðherra eigi ekki að fá leyfi til þess að selja Íslandsbanka þar sem hann hefur sýnt að hann stendur ekki undir ábyrgðinni sem því fylgir.“ Varað við sölu til skuldsettra eignarhaldsfélaga Loks verður að nefna mikilvægt atriði sem fram kemur í umsögn Samkeppniseftirlitsins um söluna. Þar er varað sérstaklega við því að „selja eignarhluti í bönkum mikið skuldsettum eignarhaldsfélögum í eigu einkafjárfesta, vegna þeirrar hættu sem slíkt eignarhald getur skapað“ og minnt á aðdraganda bankahrunsins 2008 í því sambandi. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gripið til neinna ráðstafana til að bregðast við þessari ábendingu, en þegar hefur verið fjallað um kaup mjög skuldsettra eignarhaldsfélaga á hlut í bankanum, sjá t.d. ræðu sem ég hélt á Alþingi 24. mars síðastliðinn. Allar viðvaranir hunsaðar Eins og hér hefur verið rakið varaði stjórnarandstaðan við bankasölunni frá ýmsum sjónarhornum. Þetta var vel skrásett og fjallað var um gagnrýnina og athugasemdirnar í fjölmiðlum. Hér má lesa umsagnir meirihluta og minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar og hér má lesa umsagnir meirihluta og minnihluta fjárlaganefndar. Fjármála- og efnahagsráðherra og hinir formenn stjórnarflokkanna hunsuðu þessar viðvaranir. Ef það er rétt sem fram hefur komið í máli Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem á sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, að hún hafi sjálf varað við fyrirkomulagi sölunnar, þá gerir það ábyrgð Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar enn þyngri. Hvers vegna hunsuðu þau bæði viðvaranir minnihlutans á Alþingi og viðvaranir ráðherra í eigin ríkisstjórn þegar teknar voru afdrifaríkar ákvarðanir um sameiginleg verðmæti almennings? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar