Fótbolti

PSG með níu og hálfan fingur á meistaratitlinum

Atli Arason skrifar
Mbappe gerði fyrsta mark leiksins.
Mbappe gerði fyrsta mark leiksins. John Berry/Getty Images

Paris Saint-Germain er svo gott sem búið að tryggja sér sinn 10. franska meistaratitill eftir 0-3 sigur á Angers í frönsku deildinni í kvöld. PSG þarf bara eitt stig úr síðustu fimm leikjum sínum.

Kylian Mbappé gerði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu þegar hann spólar sig í gegnum vörn Angers og klárar hárnákvæmt niður í fjær hornið.

Sergio Ramos tvöfaldaði forystu gestanna með kollspyrnu eftir fyrirgjöf Di María rétt fyrir hálfleik.

Marquinhos kláraði svo dæmið fyrir PSG á 77. mínútu þegar hann skallar knöttinn í autt net Angers, aftur eftir undirbúning Di María. Það skipti ekki miklu máli þótt Edouard Michut, leikmaður PSG, fékk rautt spjald á 91. mínútu.

Sigur PSG þýðir að liðið heldur 15 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar 15 stig eru eftir í pottinum í síðustu fimm leikjunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×