Borgarstjóri hafi tapað trúverðugleika í leikskólamálum Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:59 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir leikskólamál í borginni í ólestri. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir barnafjölskyldum vera sýnd fullkomin óvirðing af yfirvöldum í borginni, með því að bjóða börnum pláss á leikskólum sem ekki eru til. Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira