Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 13:54 Jón Gunnarsson telur ekki athugavert að hafa fengið far með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum. Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46