Fjárfestana úr bílstjórasætinu Helga Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2022 07:00 Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun