Þetta er ekki boðlegt Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 22. apríl 2022 09:00 Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar